Friday, March 1, 2013

Góðar speltbollur án gers.

Rosalega einföld, fljótleg og góð uppskrift af bollum sem eru bæði sykur og gerlausar.  Þær henta vel með súpum, pottréttum eða bara með kaffinu og góðu áleggi á góðum degi.



300 g gróft spelt
100 g tröllahafrar (má nota venjulegt haframjöl líka)
4 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk gróft sjávarsalt
100 g fræblanda, t.d. sólblómafræ, hörfræ, sesam.
4 1/2 dl lífræn AB mjólk, lífræn jógúrt eða grísk jógúrt
1 msk olía

Blanda öllum hráefnum saman í skál, hnoða svo betur saman á borði.  Móta bollur úr deiginu.  Ég fæ um 12 góðar bollur úr þessu.  Pensla með mjólk eða eggi og strá aðeins af fræjum yfir.
Baka bollurnar við 200° C í ca. 20 mínútur.