8 litlir laxabitar (má líka vera bleikja)
salt og pipar
8 tsk ferskjumauk eða annað chutney
1/2 dl möndlur saxa gróft niður
1/2 dl kókosflögur
Laxinum er raðað í eldfast mót og kryddaður með salti og pipar. Ég nota mikið Herbamare saltið í matargerð, það er sjávarsalt með kryddjurtum.
1 tsk af ferskjumauki er sett ofan á hvern laxabita og dreift úr.
Gott er að leyfa þessu að standa í smá stund ef tími gefst til. Ég leyfi þessu að standa á meðan ég útbý meðlæti. Þá er að setja þetta inn í ofn á ca 180° í ca. 15 - 20 mín.
Á meðan laxinn er í ofninum rista ég saxaðar möndlurnar og kókosflögurnar á heitri pönnu í stutta stund. Þegar um 5 mínútur eru eftir af bökunartímanum strái ég þessu svo yfir laxinn og leyfi að bakast með síðustu mínúturnar.
Laxinn er svo borinn fram með sætum kartöflum, hrísgrjónum, góðu salati og jafnvel jógúrtsósu.
No comments:
Post a Comment