4 dl vatn
2-3 msk kókosolía
200 g fínt spelt
4 egg
Byrja á að sjóða saman vatn og kókosolíu, bæta svo sigtuðu speltinu út í pottinn og hræra kröftuglega saman. Hræra í smá stund yfir heitri hellu. Þar til degið fær mjúka áferð. Kæla degið, t.d. í ísskáp eða yfir vatnsbaði. Þegar degið er orðið nokkuð kalt, bæta þá eggjunum saman við einu í einu og þeyta vel með handþeytara. Hræra þarf deigið dáldið vel eftir að eggin eru komin í. Setja bollur á plötu og baka í 30 mín við 200° C. Þetta ættu að verða ca. 15-20 bollur.
Bananarjómi
1 peli rjómi
1 banani sem er aðeins farinn að láta á sjá
vanilluduft ca. 1/2 tsk
Þeyta rjómann, stappa bananann og blanda svo saman ásamt vanillu.
Sykurlaus sulta
Dökkt súkkulaði eða súkkulaði án viðbætts sykurs
Ávextir, ber
Jurtarjómi
Kasjúhneturjómi
Bara nota hugmyndaflugið og skella einhverju hollu og góðu inn í bollurnar.
Sykurlaus sulta
Dökkt súkkulaði eða súkkulaði án viðbætts sykurs
Ávextir, ber
Jurtarjómi
Kasjúhneturjómi
Bara nota hugmyndaflugið og skella einhverju hollu og góðu inn í bollurnar.
No comments:
Post a Comment