Botn:
150 g möndlur
100 g haframjöl (gott að nota tröllahafra eða blanda saman)
1 tsk kanill
6 msk kókosolía
2 msk agave sýróp
örlítið af grófu salti mulið í.
Setja möndlur og haframjölið í matvinnsluvél og mala það nokkuð smátt. Bæta hinum hráefnunum út í og setja vélina aðeins í gang aftur til að blanda þessu vel saman. Þetta á ekki að verða að deigi, en á samt að geta klístrast örlítið saman. Má bæta smá olíu út í og jafnvel smá vatni til að það loði betur saman. Blandan er sett í botninn á bökuformi eða eldföstu móti.
Fylling:
2 litlar skyrdósir ( ég nota oftast vanillu eða bláberja, en í Noregi notaði ég vanillu/bláberjaskyr)
1 peli af rjóma
ávextir til að skreyta, t.d. bláber, vínber, bananar, jarðaber, kíwí, ég nota bara það sem til í ísskápnum.
smá dökkt súkkulaði rifið yfir. Það er sko enginn eftirréttur án súkkulaðis, enda er það meinhollt.
Þeyta rjómann og hræra skyrinu svo rólega saman við. Dreyfa úr blöndunni yfir botninn og skreyta með ávöxtum.
No comments:
Post a Comment