1 bolli döðlur (ef þær eru þurrkaðar set ég þær í ylvolgt vatn í nokkrar mínútur fyrst)
2 tsk kókosolía (við stofuhita)
2 tsk dökkt kakó
kókosmjöl, kakó eða t.d. hnetumolar til að velta kúlunum upp úr.
Vinna döðlurnar í matvinnsluvél í 2-3 mínútur og bæta hinu út í og vinna í aðrar 2 mínútur. Útbúa litlar kúlur úr gumsinu og velta upp úr t.d. kókosmjöli, kakói eða hnetum. Best að leyfa kúlunum að standa í kæli í nokkrar mínútur, t.d. á meðan hellt er upp á te eða kaffi. En ég verð að viðurkenna að mínar kúlur náðu ekki allar inn í ísskápinn ;)
No comments:
Post a Comment