Þetta er tilbrigði við hina hefðbundnu steiktu ýsu, bara aðeins hollara.
800 - 1000 g ýsuflök skorin í ca. 4 cm breiða bita.
safi úr 1 sítrónu
Fiskbitarnir eru látnir liggja í sítrónusafanum í u.þ.b. klukkutíma.
2 dl gróft spelt
salt
pipar
Blanda þessu öllu saman og velta fiskbitunum upp úr blöndunni.
Steikja bitana upp úr blöndu af smjöri og kókosolíu.
Bera fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og salati.
No comments:
Post a Comment