Þessi réttur kom skemmtilega á óvart. Tilvalið er að nota bara það grænmeti sem til er á heimilinu hverju sinni. Ég nota túrmerik og karrý í þennan rétt, en nýlega hefur verið mikið fjallað um góð áhrif túrmeriks á líkamann. Er það meðal annars talið vera mjög krabbameinshamlandi og vinna gegn bólgum í líkamanum.
4 kjúklingabringur (auðvitað ósprautaðar)
2 msk kókosolía
1 laukur smátt skorinn
grænmeti, t.d. paprika, sveppir, brokkolí, gulrætur
salt
pipar
1 tsk túrmerik
1 tsk karrý
kókosmjólk 1 dós
1 epli (sætt og lífrænt)
Byrja á að skera kjúklinginn í litla bita og brúna hann svo aðeins á pönnu í kókosolíunni. Bæta svo lauk og grænmeti á pönnuna. Krydda með salti, pipar, túrmerik og karrý. Hella kókosmjólkinni út á, bæta smátt skornum eplunum út í og leyfa þessu að malla í nokkrar mínútur.
Borið fram með grænmeti, sætum kartöflum og hýðishrísgrjónum.
No comments:
Post a Comment