1 ½ bolli möndlur
½ bolli valhnetur
2 tsk appelsínuýði rifið
½ tsk vanilluduft
1 ½ bolli döðlur (ég mýki þær aðeins í volgu vatni)
100-150 g 70% lífrænt súkkulaði eða sykurlaust súkkulaði
Setjið möndlur og hnetur í matvinnsluvél og malið svona milli gróft. Bæta döðlum og appelsínuhýði ásamt vanilludufti eða dropum útí og blandið þar til degið klístrast vel saman. Saxið súkkulaðið smátt og hrærið útí deigið. Þrýstið niður í form og setjið inn í frysti
Fylling:
3 dl kasjúhnetur, (best að leggja í bleyti í 2-4 klst)
1 -1½ dl agave
1½ dl kaldpressuð kókosolía
2 tsk vanilluduft
smá himalaya eða sjávarsalt
500 g frosin hindber, en taka dáldið af þeim frá til skreytingar.
Hellið vatninu af kasjúhnetunum og setjið þær í matvinnsluvélina ásamt agavesýrópi og kókosolíu og blandið vel saman, þar til þetta er orðið kremkennt. Bætið síðan frosnu hindberjunum útí og blandið þar til þetta er orðin fín og mjúk blanda. Setjið fyllinguna ofan á botninn og setjið kökuna inn í kæli í 2-3 klst eða í frysti í 1 klst.
Skreytið með fullt fullt af ferskum eða frosnum hinberjum. Ég setti líka pínu pons af dökku súkkulaði.
No comments:
Post a Comment