En aftur að pinnunum. Það er auðvitað afskaplega einfalt að útbúa sér sambærilega pinna heima. Ég ákvað að prófa þegar ég var komin heim aftur. Að sjálfsögðu með hollara súkkulaði og kanski ekki eins rosalega miklu.
Þetta er í raun ekki uppskrift heldur bara hugmyndir um hvernig hægt er að útbúa pinnana.
Þú þarft:
Ávexti að eigin vali, allt sem er auðvelt að þræða upp á prik kemur til greina, endalausir möguleikar.
(ég notaði, banana, ananas, jarðaber, bláber, og þurrkaðar aprikósur)
Dökkt súkkulaði að eigin vali ca. 100-120 g á fjóra pinna.
Kókosmjöl eða saxaðar hnetur að eigin vali til að strá yfir. Einnig gott með þurrkuðum jarðaberjum ef þið finnið þau einhversstaðar.
Skera ávextina í góða bita. Þræða upp á pinna. Bræða súkkulaði yfir vatnsbaði. Nota skeið til að hjúpa pinnana með súkkulaði. Strá kókosmjöli eða hnetum yfir. Leggja pinnana á bökunarpappír og geyma í kæli í ca. 10 mínútur, svo að súkkulaðið nái að storkna.
Þetta er dásamlegur eftirréttur eða bara kvöldsnarl. Möguleikarnir eru endalausir. Gaman að hver og einn fái að útbúa sinn pinna. Í Köben var hægt að velja úr dökku súkkulaði, mjólkur og hvítu. Eins var í boði að setja sætindi eins og núggat, marshmellows og lakkrís með á pinnana. Ég reyndar prófaði með sultuðum engifer og það var rosalega gott. En með því að halda sér við ávextina og gott dökkt súkkulaði förum við ekki fram úr sjálfum okkur í óhollustunni, þó svo að gaman sé að prófa aðrar útgáfur stöku sinnum ekki satt ;)
No comments:
Post a Comment