4 góðir rabarbarastilkir ca. 2-300g
3 epli
2 tsk kanill
2 msk hörfræ
1 dl möndlur saxaðar
Skera rabarbara og epli í smáa bita og setja í eldfast mót. Strá yfir kanil, hörfræjum og söxuðum möndlum.
1 1/2 dl tröllahafrar
1 1/2 dl gróft spelt
1 dl kókossykur
125 g smjör (ekta íslenskt)
Setja þurrefni í skál og mylja smjörið yfir og hnoða gróflega saman. Þetta má alveg vera pínu þurrt. Deigið er svo mulið gróflega yfir rabarbarann og eplin í eldfasta mótinu. Dreifa vel yfir allt.
Handfylli kókosflögur
Dreift yfir allt. Baka í ofni við 180° C í ca. 20 mínútur. Bera fram með t.d. kókosrjóma, kasjúrjóma, venjulegum þeyttum rjóma, hollum ís eða eins og ég gerði með blöndu af þeyttum rjóma, jógúrt og vanillu. En þá þeyti ég rjómann og bæti svo öðru eins af hreinu jógúrti út í og hræri saman við ásamt vanilludufti.