Thursday, May 9, 2013

Bakaður fiskur með grænmeti og sætum kartöflum

Það er ótrúlegt hvað ég var farin að sakna þess að fá ekki íslenskan fisk.  Kanski maður hafi tekið honum sem of sjálfsögðum hlut heima á Íslandi.  Ég gerði mér ekki grein fyrir að ég myndi sakna þess svona mikið á fá ekki góðan fisk.  Fiskurinn hérna í Noregi er bara ekki eins góður.  Ég veit ekki hvað það er.  Við höfum gert nokkrar tilraunir þá aðallega með þorsk og hann hefur verið misgóður (já eða vondur).  Það var því mikil gleði þegar við fundum út hvar við gætum keypt íslenskan fisk. Nú vill frúin helst elda fisk alla daga. Í uppskriftinni sem hér kemur á eftir er hægt að nota nánast hvaða hvíta fisk sem er hvort sem hann er íslenskur eða ekki.  Ég hef notað bæði ýsu og þorsk.

1 kg flök af hvítum fiski s.s. ýsu eða þorsk

Roðfletta og beinhreinsa ef þar. Skera flökin í litla bita og raða í botninn á eldföstu móti.

1 sæt kartafla
3 gulrætur
1 paprika
1 laukur
1 msk kókosolía

Hreinsa grænmeti og skera í frekar smáa bita. Steikja á pönnu upp úr kókosolíunni.

Salt ( ég nota Herbamare)
pipar
oregano
Basil, ekki verra að nota ferskt
1 lítil dós tómatmauk (organic helst) ca 100 g.
1 organic grænmetisteningur
4 bollar vatn

Bæta kryddi á pönnuna. Setja svo tómatmauk, vatn og kraft út í.  Leyfa þessu að malla í um það bil 15 mínútur. Smakka til og krydda eftir þörfum.

Hella grænmetisblöndunni yfir fiskinn í mótinu.  Dreifa vel úr. Strá rifnum osti yfir.  Baka við 180° C í 20 mínútur.  Bera fram með góðu salati og jafnvel örlitlum sýrðum rjóma.



No comments:

Post a Comment