Þetta er uppskrift sem kemur reyndar frá mömmu. Hún eldaði þennan fiskrétt þegar ég var á táningsaldri og mér fannst hann alveg rosalega góður. Ég hef svo sjálf eldað hann nú í seinni tíð í mínum búskap og hann stendur alltaf fyrir sínu, enda einfaldur, fljótlegur og hollur.
2 ýsu eða þorskflök
1-2 bananar í sneiðum
1-2 epli í bitum
1 stór laukur nokkuð smátt skorinn
salt
pipar
1/2 tsk karrý
1/2 tsk túrmerik
set stundum nokkra sveppi ef ég á þá til.
Fiskbitum er raðað í eldfast mót. Saltað og piprað. Skellt í ofninn í smá stund. Á meðan er laukurinn brúnaður aðeins á pönnu ásamt karrý og turmerik. Ávextirnir settir svo aðeins með á pönnuna. Ávextir og laukur sett yfir fiskinn. Svo er öllu heila klabbinu skellt í ofninn í ca. 10 mín. til viðbótar. Það er líka mjög gott að strá pínu osti yfir í restina.
Þetta er svo borið fram með hýðishrísgrjónum og góðu salati.
No comments:
Post a Comment