1/4 meðalstór vatnsmelóna
appelsínusafi (lífrænn úr fernum eða ferskar)
smá rifinn engifer
6-8 frosin jarðaber
Setja rauða kjötið úr melónunni í blandara ásamt frosnum jarðaberjum og smá af rifnum engifer. Smekksatriði hversu mikið á að setja af engiferinu. Ég set bara örlítið til að byrja með. Svo er bara að blanda þessu vel saman. Hella svo rauða gumsinu í 2-3 há glös. Glösin eiga að vera um það bil hálffull. Svo er að fylla upp í glösin með appelsínusafa, þá sest hann á botninn á glasinu svo að það kemur svona skemmtilega litaáferð. Það má auðvitað bæta við þetta klökum líka.
No comments:
Post a Comment