4 kjúklingabringur
3 cm púrrulaukur skorinn
1 rauð paprika skorin í bita
3 hvítlauksrif marinn
1/2 chili rautt skorið
1 cm engifer rifið
3 msk tómatmauk (ég nota lífrænt í glerkrukku)
2 dósir kókosmjólk (ég nota light kókosmjólk)
salt
pipar nýmalaður
2 msk kókosolía
Bringurnar eru skornar í bita og brúnaðar í olíunni í potti í smá stund. Púrrulauknum bætt við og mýktur aðeins. Bæta mörðum hvítlauk út í ásamt papriku, chili og engifer. Leyfa þessu að mýkjast aðeins. Setja tómatmaukið út í og svo kókosmjólkina. Salt og pipar eftir smekk. Leyfa súpunni að malla í 15 mínútur við vægan hita.
No comments:
Post a Comment