Gerði svona sniðugar eggjamúffur um daginn. Vorum á leiðinni á badmintonmót með soninn og mín vildi auðvitað hafa eitthvað hollt og gott með svo að strákurinn hefði næga orku í langan keppnisdag. (Og auðvitað til að halda sjálfri mér frá bakaríinu). Þetta er ótrúlega einfalt og fullt af góðri orku og próteini. Í raun er þetta bara gamla góða eggjakakan með smá tilbrigðum og sett í muffinsmót í stað þess að steikja á pönnu. Bara hollusta út í gegn.
6 egg (auðvitað frá lausagönguhænum)
1 dl rísmjólk eða önnur mjólk
smá múkat
salt
pipar
2-4 gulrætur smátt saxaðar
góð lúka af spínati rifið gróflega niður.
1/2 paprika
má auðvitað nota hvaða grænmeti sem er t.d. sveppi og lauk.
Eggin hrærð vel saman í skál. Bæti mjólk út í og blanda vel við. Krydda og bæta grænmeti út í. Ég setti pappírsmuffinsmót ofan í álmuffinsmót og setti svo blönduna ofan í mótin. (Klesstist reyndar dáldið við pappamótin, ætla prófa næst að smyrja mótin vel eða spreyja). Svo er múffunum bara skellt í ofninn og bakað á 190 °C í svona 15-20 mínútur.
No comments:
Post a Comment