220 g gróft spelt
6 msk volgt vatn
4 msk ólífuolía
1 tsk sjávarsalt
Hræra öllu saman í skál, hnoða svo betur saman á borði. Passa að hnoða ekki of mikið samt. Ef degið er þurrt þá bæta við aðeins meira vatni og olíu. Fletja deigið út þannig að það nái að hylja bökuformið. Ætli ég sé ekki að nota form sem er um 22 cm. Deigið á að ná vel upp á barmana. Mér finnst best að fletja deigið út með plasti undir og yfir, þannig að það þarf minna hveiti og það klessist síður og er mun snyrtilegra. Þrýsta deiginu svo vel niður í formið.
Fylling:
3-4 meðalstórar gulrætur
1 stórt zucchini
4 egg
1/4 dl mjólk
salt og pipar (mér finnst gott að nota herbamare salt)
smá rifinn ostur eða t.d. kotasæla. Ég setti um 1 dl af kotasælu. Má samt sleppa.
Hreinsa gulrætur og skera þær í litlar sneiðar. Raða þeim ofan á botninn. Skera zucchini í þunnar sneiðar (ég nota flysjara) og raða þeim yfir botninn.
Hræra vel saman egg, mjólk og krydd. Bæta osti út í ef hann er notaður og blanda vel saman. Hella blöndunni yfir grænmetið og botninn.
Baka í ofni við 200° í ca 30 mín.
hvað er zucchini ?
ReplyDeleteZucchini heitir að ég held kúrbítur á íslensku. Ávöxtur sem er grænn og aflangur, ekki ólíkur gúrku að útliti. Fæst yfirleitt í flestum matvöruverslunum.
ReplyDelete