3 1/2 dl haframjöl, ég nota tröllahafra
1 dl saxaðar valhnetur eða aðrar hnetur
1 dl döðlur skornar í bita, rúsínur eða aðrir þurrkaðir ávextir
1/2 dl fræblanda, t.d. hörfræ, sesam, grasker, sólblóma.
1 tsk kanill
1 tsk sjávarsalt
1 tsk vanilluduft
1 egg
3 dl mjólk
Blanda saman þurrefnunum ásamt döðlum eða rúsínum. Hræra eggið og bæta mjólkinni í. Hella eggjablöndunni yfir þurrefnin og blanda vel.
Setja blönduna í lítið ferkantað form eða í eldfast mót. Smyrja formið eða hafa bökunarpappír undir. Baka í 35-40 mín. við 175°.
Leyfa bökunni að kólna í smá stund. Skera svo í mátulega bita með pizzuhjóli eða góðum hníf.
Hægt er að pakka hverjum bita í plast og geyma í frysti, grípa svo með sér í nesti.
No comments:
Post a Comment