3/4 bolli möndlur
6-8 döðlur (ég nota stórar mjúkar), gott að bleyta aðeins í volgu vatni áður
1/3 bolli kókosflögur (má líka nota kókosmjöl)
2 meðalstórar gulrætur rifnar
1/2 msk kanill
1/4 tsk negull
nokkur korn mulið sjávarsalt
4 msk kókosmjólk (má nota kókosolíu líka, mér finnst best að nota hvoru tveggja)
Möndlurnar eru malaðar í mjöl í matvinnsluvél. Fjarlægja mjölið úr skálinni. Vinna döðlur og kókosflögur í gott mauk í matvinnsluvélinni. Ef þarf er hægt að bæta aðeins kókosmjólk út í eða olíu.
Bæta möndlumjölinu aftur út í ásamt kryddi og gulrótum. Blanda vel saman. Bæta við kókosmjólk eða kókosolíu eftir þörfum.
Móta litlar kúlur og geyma þær í kæli.
No comments:
Post a Comment