Hér kemur nokkuð einföld og góð uppskrift, sem ég nota sem grunnuppskrift en auðvelt er t.d. að skipta út hnetutegund, bæta við kryddi eða hvað það er sem hugurinn girnist.
2/3 bolli kókossykur eða pálmasykur
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/4 tsk salt
1 tsk vanilluduft, hreint
3 egg
2 msk kókosolía
1/3 bolli gróft saxaðar möndlur
50 g smátt saxað dökkt súkkulaði
2 msk rifinn appelsínubörkur
Blanda saman þurrefnum í eina skál. Setja egg og kókosolíu (fljótandi) í aðra skál og píska vel saman. Blanda eggjablöndunni saman við þurrefnin, blanda vel saman og hnoða svo saman á borði. Skipta deiginu í tvennt og gera tvær lengjur, hvor um 5-6 cm breið og 2-3 cm þykk (hjá mér varð lengdin ca. 15-18 cm). Setja lengjurnar á pappírsklædda plötu og inn í ofn. Bakað í 25-28 mínútur við 165°. Taka þá lengjurnar út og leyfa þeim að kólna í ca. 10-15 mínútur. Lækka í ofninum niður í 150°. Skera þær þá í sneiðar ca. 1 1/2 -2 cm þykkar. Leggja sneiðarnar á bökunarplötu og baka í 10-12 mínútur (við 150°). Taka aftur úr ofninum og leyfa þeim að kólna og storkna aðeins á plötunni.
No comments:
Post a Comment