Mangó er einn af mínum uppáhalds ávöxtum. Það er bæði sætt, safaríkt og bragðgott, ásamt því að vera trefjaríkt og innihalda mikið af nauðsynlegum vítamínum og næringarefnum.
1 lítið mangó, eða 1/2 stórt (mátulega þroskað)
1 stór appelsína (rúmlega 1 dl af safa)
1 tsk rifið engifer
2 msk sítrónusafi
1/2 tsk rifinn sítrónubörkur
ísmolar
Byrja á að skera mangóið í teninga og setja í blandarann. Pressa safann úr appelsínunni og sítrónunni í gamaldags handpressu (það nota allir safavélar orðið). Rífa engiferið og sítrónubörkin og bæta öllu í blandarann. Vinna vel í ca. 1 mínútu. Gott að bæta ísmolum saman við. Hella blöndunni í glas og njóta þess að drekka í sig alla hollustuna.
Athugið að það er auðveldlega hægt að útbúa þennan drykk þó að ekki sé til blandari á heimilinu. Vel þroskað mangó er það mjúkt að það er auðvelt að skella því hreinlega bara í hrærivélina ásamt hinum hráefnunum, nú eða í matvinnsluvél.
No comments:
Post a Comment