Set hér inn að gamni uppskrift af súkkulaðisósu sem ég hef stundum gert svona spari og nota þá ofan á ferska ávexti, kökur og fleira.
2 dl kókosolía fljótandi
1 1/2 dl kakó helst dökkt og lífrænt
1/2 dl agavesýróp
Bræða kókosolíuna yfir vatnsbaði ef hún er í föstu formi. Hræra svo öll hráefnin rólega en vel saman. Það getur verið mjög gott að setja smátt saxaðar hnetur um 1/2 dl út í sósuna til tilbreytingar.
No comments:
Post a Comment