Prófaði að gera þessar einföldu og fínu smákökur. Þær komu bara nokkuð vel út. Fullar af góðum næringarefnum. En þar sem að ég á erfitt með að finna möndlumjöl í búðunum hér þá hef ég malað sjálf möndlurnar í mél. Þannig verður möndlumjölið þó talsvert grófara heldur en maður kaupir í búð. Kökurnar verða því dáldið lausari í sér með grófara mjöli. Ég hef því skipt út hluta af möndlumjölinu næstum helmingi fyrir fínna mjög eins og spelt. En að sjálfsögðu má nota annað glútenlaust mjöl.
1 2/3 bolli möndlumjöl eða að hluta annað mjöl
1/4 bolli kókosolía við stofuhita
2 msk agavesýróp
1 1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk gróft salt
3/4 tsk vínsteinslyftiduft
50 g dökkt súkkulaði smátt saxað
Blanda saman í matvinnsluvél möndlumjöli, kókosolíu og agave og láta ganga í smá stund. Bæta hinum hráefnunum saman við og blanda vel saman. Útbúa litlar kúlur og þrýsta svo létt á þær til að fletja þær örlítið út. Setja á plötu og baka við 170° í 10-12 mínútur.
No comments:
Post a Comment