Sunday, May 13, 2012

Kjúklingur í kryddaðri smjörsósu

Nýlega las ég grein á netinu þar sem fjallað var um muninn á hreinu smjöri og smjörlíki.  Smjörlíki var upphaflega framleitt sem svínafóður, en þar sem það gekk ekki sem skildi var reynt að breyta því þannig að það hentaði til manneldis.  Vissuð þið að smjörlíki er einu mólíkúli frá því að vera plast.  Allavega ég hef forðast smjörlíki í dáldinn tíma og sakna þess ekkert.  Í langflestum tilfellum er hægt að nota íslenskt smjör í staðin fyrir smjörlíkið og jafnvel kókosolíu.

Uppskriftin hér á eftir er mín útgáfa af svona butter chicken.  Auðvitað mun hollara en að kaupa krukku af butter chicken sósu úti í búð.  Þið aðlagið kryddmagnið bara að ykkar smekk.  Mér finnst gott að hafa dáldið mikið kryddbragð en vil ekki hafa réttinn of sterkan samt.



2 msk smjör
800 - 1000 g kjúklingabringur, lundir eða læri skorið í bita

Bræða smjör á pönnu og brúna kjúklinginn í nokkrar mínútur.

2 msk smjör
2 tsk garam masala
2 tsk paprika
2 tsk kóríander
1 msk rifinn ferskur engifer
1/4 tsk chili duft
1 1/2 - 2 tsk kanill
1 1/2 - 2 tsk kardimommur

Bræða smjörið á pönnunni og bæta öllu kryddi út á og blanda vel saman við smjörið. Leyfa að malla í 1-2 mínútur eða þar til ilmurinn stígur vel upp.  Setja kjúklinginn aftur á pönnuna og blanda við kryddblönduna.

1 dós niðursoðnir tómatar

Bæta niðursoðnum tómötum á pönnuna og leyfa að malla í nokkrar mínútur.

1 dós kókosmjólk
1 msk sítrónusafi

Setja kókosmjólk og sítrónusafa út á pönnuna.  Blanda vel og leyfa að malla í 15 mínútur.

Bera fram með brúnum hrísgrjónum, sætum kartöflum og góðu salati.

No comments:

Post a Comment