Sunday, February 26, 2012

Kjúklingur í tómata- og sveppasósu

Þessi kom réttur kom verulega á óvart.  Hann er mjög einfaldur í matreiðslu en tekur samt dáldinn tíma að elda hann.



4-5 kjúklingabringur
1/2 bolli spelt
salt
pipar
paprikukrydd
ólífuolía eða kókosolía

Skera bringurnar í litla bita.  Blanda kryddinu saman við speltið og velta kjúklingnum upp úr því.  Brúna í potti í stutta stund.  Setja kjúkinginn til hliðar á fat eða disk í smá stund.

1 stór laukur
3-4 hvítlauksrif
ólífuolía eða kókosolía

Skera laukinn og hvítlaukinn og brúna í pottinum.

1 dós niðursoðnir tómatar í bitum
1 teningur kjúklinga- eða grænmetiskraftur

Setja tómatana í pottinn ásamt kraftinum.  Bæta kjúklingnum út í.  Leyfa þessu að malla í ca. 30 mínútur.

1 blátt box af sveppum
2 skeiðar af smjöri
1 lítil sítróna eða 1/2 lítil, safinn

Skera sveppina niður og steikja þá í smjörinu.  Hella svo sítrónusafanum yfir.  Geyma þetta svo þar til í lokin.  Þá er þessu bætt út í pottinn með kjúklingnum og leyft að malla í ca 5 mínútur.

Basilika
Steinselja

Í lok suðutímans er gott að setja dáldið af rifnum basilikublöðum út í ásamt smá af steinselju.  Ég notaði reyndar bara þurrkað.

Bera svo fram með góðu salati, hýðishrísgrjónum og jafnvel sætum kartöflum.

Sunday, February 19, 2012

Bolludagsbollur

Bolludagurinn nálgast með tilheyrandi sætindum og rjóma.  Ég ákvað að prófa að breyta gömlu bolluuppskriftinni og sjá hvort það myndi ganga að gera hana eitthvað örlítið hollari.  Ég skipti hveitinu í raun bara út fyrir spelt og nota sykurlaust súkkulaði eða dökkt organic súkkulaði.  Svo er um að gera að nota sykurlausu sulturnar frá St. Dalfour.  Mér finnst alltaf best að nota bananarjóma í bollurnar.  Þetta er kanski engin ofurhollusta en samt nóg til að friða samviskuna aðeins.



4 dl vatn
2-3 msk kókosolía
200 g fínt spelt
4 egg

Byrja á að sjóða saman vatn og kókosolíu, bæta svo sigtuðu speltinu út í pottinn og hræra kröftuglega saman.  Hræra í smá stund yfir heitri hellu.  Þar til degið fær mjúka áferð.  Kæla degið, t.d. í ísskáp eða yfir vatnsbaði.  Þegar degið er orðið nokkuð kalt, bæta þá eggjunum saman við einu í einu og þeyta vel með handþeytara.  Hræra þarf deigið dáldið vel eftir að eggin eru komin í.  Setja bollur á plötu og baka í 30 mín við 200° C.  Þetta ættu að verða ca. 15-20 bollur.

Bananarjómi

1 peli rjómi
1 banani sem er aðeins farinn að láta á sjá
vanilluduft ca. 1/2 tsk

Þeyta rjómann, stappa bananann og blanda svo saman ásamt vanillu.

Sykurlaus sulta
Dökkt súkkulaði eða súkkulaði án viðbætts sykurs
Ávextir, ber
Jurtarjómi
Kasjúhneturjómi

Bara nota hugmyndaflugið og skella einhverju hollu og góðu inn í bollurnar.

Tuesday, February 14, 2012

Karrý -kókos kjúklingaréttur

Þessi réttur kom skemmtilega á óvart.  Tilvalið er að nota bara það grænmeti sem til er á heimilinu hverju sinni.   Ég nota túrmerik og karrý í þennan rétt, en nýlega hefur verið mikið fjallað um góð áhrif túrmeriks á líkamann.  Er það meðal annars talið vera mjög krabbameinshamlandi og vinna gegn bólgum í líkamanum.



4 kjúklingabringur (auðvitað ósprautaðar)
2 msk kókosolía
1 laukur smátt skorinn
grænmeti, t.d. paprika, sveppir, brokkolí, gulrætur
salt
pipar
1 tsk túrmerik
1 tsk karrý
kókosmjólk 1 dós
1 epli (sætt og lífrænt)

Byrja á að skera kjúklinginn í litla bita og brúna hann svo aðeins á pönnu í kókosolíunni.  Bæta svo lauk og grænmeti á pönnuna.  Krydda með salti, pipar, túrmerik og karrý.  Hella kókosmjólkinni út á, bæta smátt skornum eplunum út í og leyfa þessu að malla í nokkrar mínútur.
Borið fram með grænmeti, sætum kartöflum og hýðishrísgrjónum.