Tuesday, January 24, 2012

Sumarlegur fiskur í ofni

Fljótlegur og þægilegur réttur.

kaldpressuð jómfrúarolía
800 - 1000 g ýsuflök í bitum
2 tómatar skornir í sneiðar
1/2 paprika skorin í þunnar sneiðar
1/2 laukur skorinn í þunnar sneiðar
1-2 hvítlauksrif marin
2 msk saxaðar ferskar jurtir s.s. basilika, timian og steinselja (má líka nota þurrkað)
svartur pipar

Bera olíu í eldfast mót og raða fiskbitunum í formið.  Setja grænmeti og lauk yfir ásamt kryddi.  Enda á að setja smá olíu yfir.  Bakað við 230° í 10-15 mínútur.  Borið fram með hýðisgrjónum og salati.

Sítrónulegnir ýsubitar

Þetta er tilbrigði við hina hefðbundnu steiktu ýsu, bara aðeins hollara.

800 - 1000 g ýsuflök skorin í ca. 4 cm breiða bita.

safi úr 1 sítrónu

Fiskbitarnir eru látnir liggja í sítrónusafanum í u.þ.b. klukkutíma.

2 dl gróft spelt
salt
pipar

Blanda þessu öllu saman og velta fiskbitunum upp úr blöndunni.
Steikja bitana upp úr blöndu af smjöri og kókosolíu.

Bera fram með ofnbökuðum sætum kartöflum og salati.