Saturday, April 13, 2013

Grillaðar sætar kartöflur

Grillaðar sætar kartöflur eru frábærar með öllum grillmat.  Hér kemur einföld og góð uppskrift af grilluðum sætum kartöflum.  



2 stórar sætar kartöflur.

Afhýða kartöflurnar og skera í sneiðar um 1 1/2 cm þykkar.  Raða sneiðunum á álbakka (grillbakka).  

4 msk græn ólífuolía (extra virgin)
3 hvítlauksgeirar marðir
1-2 msk rósmarin
1 tsk grófmalaður svartur pipar
1 tsk gróft sjávarsalt

Blanda öllu saman. Leyfa blöndunni að standa í nokkrar mínútur.  Pensla yfir kartöflurnar, báðar hliðar.  Leyfa kartöflunum að standa í 20-30 mínútur áður en þær eru settar á grillið.  Skella álbakkanum á grillið á nokkuð góðum hita, ekki alveg hæsta samt.  Grilla í 7-10 mínútur, snúa svo kartöflusneiðunum við og grilla í 7-10 mínútur til viðbótar.  

No comments:

Post a Comment