Friday, November 2, 2012

Appelsínumarineraður lax

Einfaldur og góður laxaréttur.  Þessa uppskrift fann ég á gömlum handskrifuðum miða hjá mér, þar var reyndar púðursykur í uppskriftinni.  Ég prófaði hreinlega að sleppa honum alveg. En fyrir þ.á sem vilja hafa marineringuna sætari þá mæli ég með að nota örlítið hunang eða annað náttúrulegt sætuefni.  En það ætti ekki að þurfa. Tamarisósan eða sojasósan milda fitubragðið sem stundum er af laxinum og hann verður mjúkur og góður.  Appelsínusafinn gefur afskaplega gott bragð.



6-8 laxabitar

Raða laxabitunum í eldfast mót.

safi úr einni stórri appelsínu
rifinn appelsínubörkur um 1 msk.
5 msk tamarisósa eða soyjasósa
2 marin hvítlauksrif
1-2 cm rifinn engifer
1/2 púrrulaukur eða 4-5 vorlaukar, smátt skorið

Blanda öllu vel saman og hella yfir laxinn. Leyfa laxinum að standa í marineringunni í 1-2 klst.  Baka svo í ofni við 200° í 15 -20 mín.  Bera fram með góðu salati, appelsínusneiðum, sætum kartöflum og grófum hrísgrjónum.

No comments:

Post a Comment