Wednesday, June 12, 2013

Ávaxtaskál

Eins og ég hef örugglega sagt hér áður elska ég morgunverð sem bragðast eins og desert en hefur alla þá hollustu sem góður morgunverður þarf að hafa.  Ég gerði tilraun með ávexti um daginn og bætti við möndlum og hörfræjum.  Smá kanill yfir gerði gæfumuninn og úr varð sannkallaður draumur úr skál.  Upplagt að útbúa sér svona ávaxtaskál hvort sem er í morgunverð, sem millimál nú eða jafnvel sem nesti.  Til tilbreytingar er hægt að fá sér örlitla gríska jógúrt með.



1 lítill banani
1/2 pera
nokkur bláber
1 tsk hörfræ
6-8 möndlur
1/2 tsk kanill

Skera banana og peru í litla bita og setja í litla skál ásamt bláberjum. Ef þú getur mulið hörfræin þá er það fínt annars bara að nota þau eins og þau eru og strá yfir.  Saxa möndlurnar og strá yfir.  Strá að lokum kanil yfir og blanda öllu saman.  Njótið :)