Tuesday, January 24, 2012

Sumarlegur fiskur í ofni

Fljótlegur og þægilegur réttur.

kaldpressuð jómfrúarolía
800 - 1000 g ýsuflök í bitum
2 tómatar skornir í sneiðar
1/2 paprika skorin í þunnar sneiðar
1/2 laukur skorinn í þunnar sneiðar
1-2 hvítlauksrif marin
2 msk saxaðar ferskar jurtir s.s. basilika, timian og steinselja (má líka nota þurrkað)
svartur pipar

Bera olíu í eldfast mót og raða fiskbitunum í formið.  Setja grænmeti og lauk yfir ásamt kryddi.  Enda á að setja smá olíu yfir.  Bakað við 230° í 10-15 mínútur.  Borið fram með hýðisgrjónum og salati.

No comments:

Post a Comment