Tuesday, October 30, 2012

Holl og góð heimagerð pastasósa

Það er reyndar ekki borðað mikið af pasta á mínu heimili, en þó stöku sinnum svona til tilbreytingar.  Sjálfri finnst mér ágætt að geta gripið í pastarétti þegar brjálað er að gera og lítill tími í eldamennsku.  Ég kaupi nánast alltaf gróft speltpasta og þá heilhveitipasta ef hitt fæst ekki.
Pastasósan sem hér kemur á eftir er einfalt og fljótlegt að útbúa og er alls ekki síðri en tilbúnar pastasósur úr búðinni og auðvitað hollari.  Það er svo hægt að nota kjúkling, túnfisk eða eitthvað annað með sósunni.

1 stór laukur
4 hvítlauksrif
2 msk olía (kókos)
3 gulrætur meðalstórar
salt
pipar
basilika fersk ca. 2 stilkar smátt saxað
1-2 grænmetisteningar lífrænir
2 dósir lífrænir niðursoðnir tómatar eða ferskir tómatar.  (ég nota oft eina dós og svo ca. 3 ferska með).
1-2 dl vatn

Byrja á að skera lauk og hvítlauk mjög smátt.  Ég skelli þessu oft bara aðeins í matvinnsluvélina til að spara tíma.  Mýkja svo laukinn aðeins í olíunni við vægan hita.  Bæta rifnum gulrótum út í ásamt ferskri basiliku.  Þá er að setja tómatana út í.  Ef þeir eru ferskir þarf að gera ráð fyrir aðeins lengri tíma í suðu. Best finnst mér að blanda saman niðursoðnum og ferskum.  Nú er bætt í örlitlu vatni ásamt salti, pipar og grænmetiskrafti.   Svo er bara að smakka til.  Stundum hefur mér þótt sósan aðeins of súr og þá hef ég sett örlítið af hunangi út í, kanski 1/2 - 1 tsk.   Í lokin set ég sósuna örstutt í blandarann eða matvinnsluvélina til að fá betri áferð á hana.

No comments:

Post a Comment