Tuesday, October 4, 2011

Kanilskonsur (hollari gerðin)

Grunninn af þessari uppskrift fékk ég fyrir lifandis löngu síðan hjá ítalskri stúlku sem var að vinna í eldhúsinu í leikskólanum þar sem ég vann lengi.  Skonsurnar voru sívinsælar bæði hjá börnum og starfsfólki og hurfu ávalt eins og dögg fyrir sólu.  Ég er hins vegar búin að hollustuvæða uppskriftina þannig að hún er ennþá góð en bara hollari.

2 1/2 bolli gróft spelt (geyma smá til að hnoða upp úr)
5 tsk vínsteinslyftiduft
2 1/2 tsk kanill
1/4 tsk salt (helst sjávarsalt)
30 g smjörlíki eða smjör
1 1/4 bolli eplasafi
rúsínur ca 1/2 bolli

Setja öll þurrefnin í skál og mylja smjörið saman við með höndunum. Skella rúsínum saman við.  Væta í með eplasafanum og hnoða svo deigið vel.  Fletja deigið gróflega út á speltstráðu borðinu.  Þykktin á að vera svona tæpir 2 cm.  Skera svo út t.d. með mjóu glasi.  Þetta eiga að vera litlir hringir um 5 cm breiðir eða nálægt því.  Raða skonsunum nokkuð þétt á plötu svo að þær snertist.  Baka við 220°í u. þ. b. 15 mínútur.  Ég hef líka prófað að setja smá af muldum valhnetum út í degið og önnur fræ.  Mér fannst það mjög gott en börnin voru ekki eins hrifin.
Svo er bara að borða þetta með smjöri eða góðu áleggi.

2 comments:

  1. Sæl ég var að spá áttu nokkuð upphaflegu uppskriftina af þeim því ég þoli illa spelt og sýran í eplasafanum er ekki góð fyrir mig heldur :-( En mig langar svo í svona skonsur :-) Kveðja Ellen

    ReplyDelete
  2. Hæ. Í upphaflegu uppskriftinni var venjulegt hveiti blandað með heilhveiti (sama magn). Eins væri hægt að nota aðrar mjöltegundir með. Hef prófað sjálf með möluðu haframjöli (malað í matvinnsluvél) og blanda saman við hveiti. Stundum hef ég sett vatn eða mjólk í staðin fyrir eplasafa, eða jafnvel aðra safatýpu. Bæti þá venjulega smá hunangi saman við. Svo er bara að prófa sig áfram. Gangi þér vel ��

    ReplyDelete