Wednesday, October 5, 2011

Súkkulaði hrákaka í hollari kantinum

Dóttir mín átti afmæli um daginn og hún vildi ekki bara hafa óhollar kökur í veislunni heldur líka hollar.  Það hófst því mikil leit að réttu uppskriftinni.  Þessa uppskrift fann ég einhvers staðar í fórum mínum.  Veit ekki alveg hvaðan hún kemur, en hún er ekki ósvipuð uppskrift sem kemur frá Sollu.  Innihaldið í kökunni eru flest öll mjög holl og góð svo að þrátt fyrir smá ageve sýróp er þetta bara mjög holl kaka.  Þetta er líka hrákaka, sem þýðir að hún er óbökuð og því varðveitast betur ensím og næringarefni í henni. 

Botn:
100 gr kókosmjöl
100 gr möndlur
30 gr lífr. kakó
250 gr döðlur
nokkur himalaja saltkorn
Allt sett í matvinnsluvél þar til klístrast vel saman. Þjappa í form og setja í kæli.  Athugið að það er nauðsynlegt að döðlurnar hafi legið í bleyti aðeins áður, annars nær þetta ekki að klístrast nógu vel saman.  Ég bætti við örlítilli kókosolíu út í botninn hjá mér því hann var dáldið þurr.  Í staðin verður dáldið sterkt kókosbragð af kökunni.



Krem:
3 dl kasjúhnetur
1 1/2 dl Agavesíróp
3/4 dl kókosolía
3-4 msk kakóduft
1 tsk vanilluduft eða dropar
smá himalajasalt

Hnetur, agave og olía sett fyrst í matvinnsluvél og mixað. Rest bætt út í. Sett ofan á botninn og fryst.  Hef séð í öðrum uppskriftum að hneturnar eru hafðar í bleyti fyrst í kanski 1 klst.  Svo skreyti ég með jarðaberjum.  Það er svo auðvitað gott að hafa þeyttan rjóma með fyrir þá sem vilja.

No comments:

Post a Comment