Wednesday, July 24, 2013

Muffins í ferðalagið

Dóttir mín sem er 8 ára er yfirbakari þegar þessar eru bakaðar.  Þetta er góð grunnuppskrift sem er svo hægt að leika sér með.  Þær eru sætar og góðar án þess að vera of sætar.  Einfaldar og fljótlegar muffins sem er upplagt að taka með sér í bústaðinn eða útileguna.



50 g smjör
3/4 dl kókossykur
1 egg
3 dl gróft spelt
3 tsk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk vanilluduft
1 dl mjólk (venjuleg, soja eða hvað sem hentar best)

100 g dökkt súkkulaði, hnetur, rúsínur, bláber eða annað sem ykkur finnst gott að setja út í.

Bræða smjörið og setja í skál.  Bæta kókossykri út í og hræra vel saman.
Bæta egginu saman við og blanda vel saman við.
Setja þurrefnin út í og blanda vel.  Vætið í með mjólkinni.  Þá er að bæta við súkkulaði, hnetum eða öðru ef þið viljið og blanda vel saman við deigið.



Deigið er sett í muffinsform.  Bakað við 175° í ca. 12-16 mín.

Við höfum stundum brætt dökkt súkkulaði og sett yfir.  Eins er gott að bæta við 1-2 msk af dökku kakói út í deigið.  Bara um að gera að prófa sig áfram.

No comments:

Post a Comment