Monday, December 12, 2011

Hollari súkkulaðibitakökur

Jæja, það er hægara sagt en gert að verða sér út um uppskriftir sem eru ekki löðrandi í sykri og óhollustu.  Þessar fínu súkkulaðibitakökur eru þó eitthvað í áttina.  Þær innihalda agave-sýróp og döðlur sem að sjá um sæta bragðið ásamt dökku súkkulaði.  Þetta er uppskrift sem kemur frá henni Sollu Eiríks á Gló.  Mér fannst deigið vera helst til þurrt, svo að ég bætti aðeins af vatni útí til að auðveldara væri að móta kúlur.  Hugsanlega er það mátulegt ef maður lætur döðlurnar liggja í bleyti áður en þær fara út í. 
En ég var mjög sátt við útkomuna, bragðgóðar og fínar kökur og ég gat meira að segja leyft mér að fá mér tvær kökur í svona eftirmorgunmat, enda eru þær sjálfsagt ekkert mikið óhollari heldur en cheeriosið sem ég áður lét ofan í mig á morgnanna.

2 dl döðlur, smátt saxaðar
1 dl lífræn kókosolía
1 dl agave-sýróp
300 g spelt
200 g heslihnetur, þurrristaðar, gróft saxaðar (til að flýta fyrir setti ég þær bara í matvinnsluvélina)
100 g kókosmjöl, þurrristað í ofni (í bráðlæti mínu notaði ég bara p0önnuna)
1 tsk. vanilla
Smá sjávarsalt
200 g lífrænt 70% súkkulaði, smátt saxað

Setjið döðlur, kókosolíu og agave-sýróp í matvinnsluvél (notið þá hnoðarann, ekki hnífinn) eða hrærivél og blandið saman. Bætið út í spelti, heslihnetum, kókosmjöli, vanillu, smá sjávarsalti og súkkulaði og klárið að hræra deigið saman. Látið bökunarpappír á ofnplötu og mótið litlar kökur með teskeið eða í höndunum og setjið á plötuna. Bakið við 175°C í 10-12 mín.

No comments:

Post a Comment