Monday, December 12, 2011

Steiktir bleikjubitar

Einfaldur og fljótlegur kvöldverður, ekki veitir af í jólaönnum.  Ég er líka mjög ánægð þegar ég get eldað holla og góða máltíð fyrir okkur börnin fyrir innan við 2000 kr.  Ég steiki orðið allt úr blöndu af íslensku smjöri og kókosolíu.  Það gerir svo gott bragð.  Kókosolían er afbragðsholl og það er íslenska smjörið víst líka.

800 g bleikjuflök
1/2 dl gróft spelt
salt
pipar
smjör / kókosolía

Skera bleikjuflökin í frekar litla bita. Lítið flak skar ég í 4-5 bita.  Setja speltið á disk ásamt salt og pipar og velta bleikjubitunum upp úr.  Steikja bitana við vægan hita á pönnu upp úr smjöri og kókosolíu í ca. 3-5 mínútur á hvorri hlið.  Bera fram með góðu salati, kaldri jógúrtsósu og hýðishrísgrjónum.

No comments:

Post a Comment