Saturday, April 13, 2013

Marinerarður kjúklingur á grillið með indversku ívafi

Vorið er á næsta leyti.  Það var í fyrsta skipti í dag sem ég fann fyrir smá vorfíling og ákvað því að grilla eitthvað hollt og gott.  Ég hef alltaf verið frekar löt að grilla kjúkling, bæði hefur mér það fundist vera of mikið vesen og ég alltaf eitthvað stressuð yfir því að kjúllinn sé hrár.  En mér hefur farið fram í þessu er farin að grilla kjúkling oftar.  Hér á eftir fylgir uppskrift af jógúrtmarineringu með dáldið indversku ívafi sem passar mjög vel með kjúkling.  Gott er að útbúa marineringuna kvöldið áður, eða strax að morgni þannig að kjúklingabitarnir geti legið í marineringunni í góðan tíma fyrir matreiðslu.  Ég mæli með 8-14 tímum.



1 bolli hrein jógúrt
2 msk sítrónusafi
1 lítill laukur mjög smátt skorin
4 hvítlauksgeirar marðir
1 msk ferskur rifinn engifer
1 tsk paprikuduft
1 tsk kuminduft
1 tsk grófmalaður pipar
1 tsk gróft sjávarsalt

5-6 kjúklingabringur

Blanda vel saman öllum hráefnum í marineringuna.  Setja kjúklinginn í fat og hellla marineringunni yfir og velta bitunum vel upp úr henni.  Láta standa minnst 8 klst. jafnvel líka í ísskáp yfir nótt.

Svona lítur kjúklingurinn út í marineringunni áður en hann fer á grillið.

Mér finnst best að pakka kjúklingabringum inn í álpappír og grilla þannig. Grilla þær í 8-10 mínútur á hvorri hlið. Eins nota ég stundum álbakka, en foraðst að setja bringurnar beint á grillið nema þá kanski bara 1-2 mínútur í lokin til að fá grilláferðina.

Bera fram með góðu salati, jógúrtsósu og grilluðum sætum kartöflum.

No comments:

Post a Comment