Friday, April 19, 2013

Sólarsúpa með appelsínum og gulrótum

Þessi súpa minnir mann einfaldlega bara á sumar og sól. Hún er stútfull af hollum hráefnum.  Gulrætur innihalda mikið af vítamínum og steinefnum sem gera okkur gott og eru þær meðal annars góðar fyrir sjónina og húðina okkar.  Appelsínur hjálpa til við að lækka kólesteról í blóðinu og hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Þær eru innihalda mikið magn af C-vítamínum og eru því góðar fyrir ónæmiskerfið.



4 stórar gulrætur, skornar í litla bita
1 stór laukur skorinn í bita
1 sellerí stöngull skorinn í bita
1 msk kókosolía

Setja kókosolíu í pott og mýkja grænmetið í kókosolíunni við vægan hita.

2 appelsínur börkurinn rifinn smátt með litlu rifjárni og safinn kreistur úr setur út í síðar.
2 teningar grænmetiskraftur (organic og helst gerlaus)
1 lítri vatn
handfylli af rauðum linsubaunum (og kanski rúmlega það) þær þykkja súpuna.

Appelsínubörkurinn er rifinn með litlu rifjárni (bara appelsínuguli hlutinn, ekki nota hvíta hlutann) og settur út í bottinn, leyfa honum að kraum með grænmetinu í 1-2 mínútur.  Setja þá vatn og grænmetiskraft út í ásamt linsubaununum. Sjóða súpuna í nokkrar mínútur eða þar til gulræturnar og baunirnar eru gegn soðnar.  Þá þarf að mauka súpuna, ég notaði töfrasprota en það er líka hægt að skella súpunni í blandara í litlum skömmtum eða í matvinnsluvél.  Setja súpuna aftur í pottinn.

Appelsínusafi úr 2 appelsínum
1 tsk hunang eða ca. 2-3 dropar af steviu.
salt
pipar

Bæta við út í súpuna kreistum safa úr appelsínunum og örlitlu hunangi eða steviu.  Best er að smakka bara aðeins til því ef appelsínurnar hafa verið súrar gæti þurft örlítið meira.  Bæta svo salti og pipari út í eftir þörfum.  Blanda vel saman og hita súpuna að suðu og bera svo fram með góðu og grófu brauði.  Mér finnst alltaf gott að setja örlitla klípu af grískri jógúrt út á súpur.

No comments:

Post a Comment