Sunday, February 26, 2012

Kjúklingur í tómata- og sveppasósu

Þessi kom réttur kom verulega á óvart.  Hann er mjög einfaldur í matreiðslu en tekur samt dáldinn tíma að elda hann.



4-5 kjúklingabringur
1/2 bolli spelt
salt
pipar
paprikukrydd
ólífuolía eða kókosolía

Skera bringurnar í litla bita.  Blanda kryddinu saman við speltið og velta kjúklingnum upp úr því.  Brúna í potti í stutta stund.  Setja kjúkinginn til hliðar á fat eða disk í smá stund.

1 stór laukur
3-4 hvítlauksrif
ólífuolía eða kókosolía

Skera laukinn og hvítlaukinn og brúna í pottinum.

1 dós niðursoðnir tómatar í bitum
1 teningur kjúklinga- eða grænmetiskraftur

Setja tómatana í pottinn ásamt kraftinum.  Bæta kjúklingnum út í.  Leyfa þessu að malla í ca. 30 mínútur.

1 blátt box af sveppum
2 skeiðar af smjöri
1 lítil sítróna eða 1/2 lítil, safinn

Skera sveppina niður og steikja þá í smjörinu.  Hella svo sítrónusafanum yfir.  Geyma þetta svo þar til í lokin.  Þá er þessu bætt út í pottinn með kjúklingnum og leyft að malla í ca 5 mínútur.

Basilika
Steinselja

Í lok suðutímans er gott að setja dáldið af rifnum basilikublöðum út í ásamt smá af steinselju.  Ég notaði reyndar bara þurrkað.

Bera svo fram með góðu salati, hýðishrísgrjónum og jafnvel sætum kartöflum.

No comments:

Post a Comment