Friday, March 2, 2012

Kjúklingur í hnetusmjörssósu

Þessi uppskrift varð til svona alveg óvart hjá mér þegar ég var að reyna að nýta afganga og búa til einhvern dýrindisrétt úr eiginlega engu.  Það tókst líka bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá. Upplagt er að nota allt afgangs grænmeti sem finnst á heimilinu og afgangs kjúkling.  Svo er auðvitað hægt að kaupa, bringur eða lundir eða eitthvað annað fínerí og skella í réttinn.  Uppskriftin sem hér fer á eftir sýnir það hráefni sem ég notaði í réttinn, en það er auðveldlega hægt að leika sér með það.  Gleymdi svo að taka mynd af þessu en ég reyni að bæta úr því fljótlega.

Kjúklingur, afgangar í bitum, 3-4 bringur eða annað.
Kókosolía eða ólífuolía
Brokkolí
Gulrætur
Rauðlaukur

Vatn
Kjúklingakraftur (úr heilsudeildinni auðvitað)
2 msk hnetusmjör (frá Himneskt)
salt og pipar
smá skvetta af soyjasósu eða tamarisósu.
Kasjúwhnetur svona 1 lítil lúka

Skera kjúklinginn í bita og brúna aðeins á pönnu.  Skera grænmetið og skella út á.  Krydda með salti og pipari og leyfa að malla aðeins.  Setja vatn, kraft og hnetusmjör út á pönnuna og leyfa þessu að malla vel.  Nauðsynlegt að hræra í annars lagið svo að hnetusmjörið blandist vel við. Setja smá soyjasósu eða tamarisósu út á.  Hneturnar yfir og leyfa þeim að sjóða aðeins með.  Smakka svo bara vel til og bæta við salti og hnetusmjöri eftir smekk.

Borið fram með heilhveitnúðlum eða pasta og grænmeti.

No comments:

Post a Comment