Saturday, March 10, 2012

Risotto með kjúkling

Upplagt að nota afgangskjúkling í þennan rétt.  Ég hins vegar steikti heilan kjúkling og skar svo niður.  Auðvitað er svo hægt að nota nánast hvaða grænmeti sem er.  Að sjálfsögðu er svo hægt að sleppa kjúklingnum alveg og hafa þetta sem grænmetisrétt.



1/2 bolli vatn
1 laukur
1 rauðlaukur
3 hvítlauksrif
5 bollar vatn
1-2 teningar gerlaus grænmetiskraftur
2 1/2 dl hýðishrísgrjón
1 bolli skorið brokkólí
1 bolli kjúklingakjöt
salt og pipar
timían

Byrja á að skera niður lauk og hvítlauk.  Setja í pott ásamt 1/2 bolla af vatni og leyfa þessu aðeins að krauma.  Bæta svo vatni út í ásamt krafti og hrísgrjónum.  Sjóða þetta í svona 30 mínútur. Skera steiktan kjúklinginn í litla bita á meðan.  Skera brokkólíið í litla bita.  Bæta þessu í eftir 30 mínútna suðutímann.  Krydda eftir þörfum.  Leyfa þessu að malla 10 til viðbótar.
Bera fram með góðu salati og sætum kartöflum.

No comments:

Post a Comment