Friday, November 25, 2011

Austurlenskur cous-cous kjúklingaréttur


Mikið búið að ganga á hér á heimilinu í kvöld.  Gasið kláraðist á eldavélinni og ég var lengi að bisast við að koma öðrum kút í samband.  Var farin að örvænta, hélt að það yrði bara enginn kvöldmatur þetta kvöldið.  En þetta hafðist allt að lokum.  Biðin var líka vel þess virði.  Kjúklingur og cous-cous í kryddaðri sósu stóð algjörlega fyrir sínu. 

500 g ca af kjúkling, læri, fille eða bringu.  (ég notaði úrbeinuð læri)
1 l af vatni
2 teningar kjúklingakraftur (ég reyndar setti grænmetiskraft gerlausan)
1 ½ tsk kumin (ekki fræin heldur kryddið)
1 tsk turmeric
1 tsk engifer
1 tsk kanill
½ tsk nýmalaður pipar
3 dl cous cous
2 tsk ferskur sítrónusafi
2 gulrætur skornar í strimla
½ dl rúsínur
möndluflögur

Byrja á að brúna kjúklinginn aðeins á pönnu og skera í bita.  Setja vatn í pott, ásamt teningum og kryddi og sjóða í 2-3 mínútur.  Setja cous-cous í skál hella svo um það bil 2 ½ dl af soðinu yfir cous-cousið. Leyfa þvi að standa þar til það verður mjúkt.  Setja kúklinginn og gulræturnar í pottinn með soðinu sem eftir er og sjóða í 5 mínútur.
Hræra vel í cous-cousinu og setja á fat.  Setja kjúklinginn yfir ásamt hluta af soðinu (eftir smekk).  Strá rúsínum yfir og jafnvel möndluflögum.  

No comments:

Post a Comment