Sunday, November 13, 2011

Grænmetisréttur með ítölsku ívafi

Um daginn var bara eitthvað svo mikið að gera hjá mér og sama hvar ég var, það var alltaf einhver óhollusta í boði og erfitt að passa upp á mataræðið.  Ég er reyndar ekkert fanatísk með þetta, en stundum er bara komið nóg og þá er ágætt að fá sér eitthvað hollt og gott til þess að gíra sig niður eftir törnina.  Ég sauð þennan rétt saman úr því grænmeti sem ég átti í ísskápnum.  Uppistaðan eru sætar kartöflur og kúrbítur og svo er bara um að gera að nýta það sem til er.  Svo er fínt að eiga þennan í ísskápnum eða í frysti til þess að hita upp þegar lítill tími er í eldamennsku.

1 stór sæt kartafla
1 stór kúrbítur
4 gulrætur
1 rauðlaukur
2-3 hvítlauksrif marin
1 dós niðursoðnir tómatar í bitum (lífrænt auðvitað)
2-3 tsk tómatpaste (lífrænt)
Smá vatn
oregano
salt og pipar
2 - 3 dl hirsi soðið eða afgangur af hýðishrísgrjónum eða kínóa
ostur

Skera niður sætu kartöfluna, kúrbítinn og gulræturnar.  Setja í eldfast mót. Dreifa hirsi eða hrísgrjónum yfir.   Skella niðursoðnu tómötunum og tómatpaste í pott og bæta smá vatnið við.  Skella lauknum og hvítlauknum út í og krydda með salti, pipar og oregano.   Leyfa þessu að malla í stutta stund.  Hella þessu svo yfir grænmetið í fatinu.  Leyfa þessu að malla í ofninum á 190° í ca 20 mín.  Skella smá osti þá yfir og setja afur í ofninn í 10 mín. til viðbótar.

No comments:

Post a Comment