Sunday, November 13, 2011

Ungversk gúllassúpa með hollara ívafi

Ungversk gúllassúpa stendur alltaf fyrir sínu.  Hér aðlagaði ég gamla uppskrift sem ég átti betur að mínu mataræði.

700 g nautagúllas
2 laukar
3-4 hvítlauksrif
2-3 msk kókosolía til steikingar
1 1/2 msk paprikuduft
1 1/2 l vatn
3-4 msk gerlaus grænmetiskraftur (frá Sollu)
1-2 msk meiran
1 stór sæt kartafla
4 gulrætur
2 paprikur
4-5 tómatar
pipar

Saxa lauk og pressa hvítlauk. Brúna kjötið í olíunni ásamt lauk og hvítlauk.  Bæta pipar, paprikudufti og meirani yfir og setja svo vatn og grænmetiskraft í pottinn.  Þetta þarf að sjóða við vægan hita í u.þ.b. 40 mínútur.
Skera og flysja sætu kartöflurnar, skera gulrætur, papriku og tómata í litla bita og bæta út í pottinn.  Nú þarf þetta að sjóða í ca. hálftíma til viðbótar.  Svo er um að gera að smakka þetta vel til og bæta við kryddi eða grænmetiskrafti.  Svo má auðvitað bæta öðru grænmeti við líka.  Ég hef líka notað sveppi og venjulegar kartöflur.

No comments:

Post a Comment