Sunday, April 15, 2012

Appelsínumuffins með súkkulaðibitum

Það er einfalt og fljótlegt að útbúa góðar muffins. Þar sem muffins geymast líka vel í frysti, er gott að grípa í þær þegar gesti ber að garði.  Í þessari uppskrift eru notaðar maukaðar döðlur ásamt smá hunangi í staðin fyrir sykur. Ég læt líka dökka súkkulaðibita í uppskriftina, en þeim má líka sleppa eða nota alveg sykurlaust súkkulaði í staðin.



2 bollar gróft spelt
4 msk kakó, dökkt og lífrænt
3 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk sjávarsalt
1 tsk vanilluduft

2 egg
6 msk hunang
8 msk olía (kókos eða ólífu)

1 bolli döðlur (gróft saxaðar)
1/2 bolli jógúrt eða ab mjólk.

2-3 msk appelsínubörkur rifinn (um 1/4 af appelsínu)
50 g möndlur eða hnetur saxaðar (má sleppa)
100 g 70% dökkt súkkulaði gróft saxað

Blanda saman öllum þurrefnum í skál.

Í annari skál blanda vel saman eggjum, hunangi og olíu.

Í matvinnsluvel þarf að vinna vel saman döðlur og ab mjólk, þannig að það verði gott mauk.  Mér finnst best að láta döðlurnar liggja í bleyti í volgu vatni í smá stund áður. Þær vinnast alltaf betur þannig.  Maukinu er svo blandað saman við hinn vökvann.

Blanda vökvanum þá saman við þurrefnin og bæta í berki, hnetum og súkkulaði. Hræra vel í með sleif.  Ef degið er of þykkt, þá getur verið gott að bæta 1-2 msk af appelsínusafa út í, eða auka við jógúrt eða ab.

Setja deigið í muffinsform og baka við 180° í 15 -20 mínútur.  Þetta ættu að verða 15-20 muffins.

No comments:

Post a Comment