Saturday, April 21, 2012

Sumarleg og hrá bananakaka

Á fallegum vordögum er yndislegt að sitja úti með kaffibolla og góða köku.  Ekki er verra ef kakan er þess eðlis að maður getur hámað hana í sig með nokkuð góðri samvisku.  Í dag ákvað ég að gera bananaköku þar sem að ávaxtaskálinn var orðin vel full af bönunum sem aðeins farnir að láta á sjá.  Bananar eru fullir af næringu, sérstaklega kalíum.  Eins eru þeir einstaklega trefjaríkir.  Sætt bragð þeirra getur að miklu leyti komið í stað sykurs.



Botn:
1 bolli möndlur
1 bolli döðlur
1 bolli rúsínur eða aðrir þurrkaðir ávextir

Láta döðlur og rúsínur standa í volgu vatni í stutta stund.  Láta mesta vökvann renna af og setja í matvinnsluvél ásamt möndlum og vinna vel þar.  Þrýsta blöndunni vel ofan í mót.

2 bananar 

Skornir í bita og raðað ofan á botninn.  

Krem:
2 bananar
1/4 -1/2 bolli vatn
1 bolli kókosmjöl
6-8 döðlur sem legið hafa í bleyti
1 tsk vanilluduft
1-2 tsk hunang ef þarf

Blanda öllu vel saman í matvinnsluvél.  Ég bæti aðeins vatni í ef ég vil hafa blönduna þynnri.  Betra að byrja með ekki of mikið vatn.  Ef bananarnir eru vel þroskaðir finnst mér alveg óþarfi að setja hunang í kremið.  En það er auðvitað bara smekksatriði hversu sætt þið viljið hafa þetta.  
Blandan er svo sett yfir botninn.  

Þá er bara að skreyta með ávöxtum og því sem manni dettur til hugar og til er í skápunum hverju sinni. Ég notaði jarðaber, vínber, smá súkkulaði og kókos.
Berið svo fram með rjóma ef þið viljið.  

No comments:

Post a Comment