Saturday, April 14, 2012

Hnetusmjörsbitar

Stundum er bara svo gott að eiga eitthvað gott í til að narta í sem er hæfilega sætt en samt ekki of óhollt.  Þessir bitar eru hráir og fullir af hollustu.  Bitarnir geymast í 1-2 vikur í kæli.

2 1/2 bolli tröllahafrar
1/2 bolli sólblómafræ (gott að rista þau á pönnu fyrst)
1/2 bolli rúsínur og gojiber (gott að leggja í bleyti í volgt vatn í nokkrar mínútur)
1/2 bolli caco nibs (má sleppa)
2/3 bolli hnetusmjör (hreint t.d. frá Himneskt)
1/2 bolli agave

Blanda saman höfrum, fræjum, rúsínum, berjum og cacao nibs í skál.  Hræra saman hnetusmjöri og agave. Blanda svo saman við þurrefnin.  Þrýsta blöndunni vel ofan í mót og kæla í 1-2 klst.  Skera í hæfilega bita og pakka þeim vel inn.

No comments:

Post a Comment