Saturday, April 14, 2012

Bakað haframjöl með banana og ávöxtum

Mín litla dama er ekkert allt of hrifin af hafragraut.  Hér má hins vegar segja að gamli góði hafragrauturinn sé kominn í annan búning, sem að mín kunni betur að meta og aðrir á heimilinu voru alsælir með þessa tilbreytingu.  Það er hægt að leika sér með hráefnið í þessari uppskrift.  Ég notaði bláber, en litlu skvísu fannst þau dáldið súr, þannig að ég hugsa að ég noti jafnvel bara epli næst.



2 bananar (mega vera vel þroskaðir)
1 1/2 bolli bláber frosin eða fersk
1/4 bolli agave sýróp eða hunang
1 bolli haframjöl
1/4 bolli valhnetur gróft saxaðar
1 tsk vínsteinslyftiduft
1tsk kanill
smá salt
1 bolli mjólk eða soyjamjólk
1 egg
1 tsk vanilluduft

Skera bananana í sneiðar og dreifa þeim á botninn á eldföstu móti.  Setja hluta af bláberjunum yfir.  Strá helmingnum af kanilnum  og smá af agave sýrópi.  Skella þessu inn í ofn á 180 ° í nokkrar mínútur.  Á meðan er allt þurrefnið sem er eftir sett saman í skál og blandað vel.  Í aðra skál fer allur vökvi og blandast vel saman, þ.e. sýróp, mjólk og egg.
Nú er formið tekið út úr ofninum og þurrefninu hellt yfir bananana þar.  Vökvanum er svo hellt jafnt og rólega yfir allt saman.  Strá svo restinni af bláberjunum yfir.
Baka í 20 mínútur við 180°.

No comments:

Post a Comment