Tuesday, April 3, 2012

Hollur og góður Chia grautur

Chia fræ eru algjör ofurfæða.  Þau eru rík af omega-3 fitusýrum, ásamt því að vera mjög próteinrík.  Það er í raun allt of mikið að telja upp hér allt sem þau eiga að gera fyrir okkur, þannig að ég bendi á þessa frétt frá Heilsuhúsinu um Chia-fræin.  Fræin er hægt að nota í alla mögulega matreiðslu.  Sjálf er ég nýfarin að fikra mig áfram í notkun þeirra.  Set stundum 1 skeið út í þeytinginn minn á morgnana eða í hafragrautinn.  Nú er ég hins vegar farin að gera graut úr fræjunum, sem að mér finnst alveg rosalega góður.  Hann er líka svo einfaldur.



1/2 bolli kalt vatn
4 msk chia fræ
 
Ég blanda þessu bara saman í skál á morgnana og leyfi þessu að standa rétt á meðan ég skelli mér í sturtu. Þetta þarf að fá að standa í ca. 10 mínútur, þá þykknar þetta og verður gelkennt (minnir dáldið á sagógrjón).

1/2 epli skorið í litla bita
2-3 msk rúsínur
2 msk muldar valhnetur
smá kanill
1/2 tsk hunang eða agave.

Bæti þessu öllu út í og blanda saman.

Þetta er virkilega hollur, frískandi og saðsamur morgunverður.

No comments:

Post a Comment