Monday, September 17, 2012

Bakaður lax með sinnepsgljáa

Enn og aftur kem ég með uppskrift af lax.  En við hjónin höfum ekki enn fundið aðra fisktegund hér í Noregi sem okkur finnst virkilega góð.  Við höfum aðeins notað þorskinn, en okkur finnst báðum vera eitthvert aukabragð af honum sem við kunnum ekki við.  En laxinn hér er virkilega góður og getur verið nokkuð ódýr máltíð ef maður kaupir frosin laxafile.  Ég hef því verið að prófa mig áfram með ólíkar uppskriftir af laxinum.  Þessi uppskrift er algjört sælgæti, þó svo að mér finnnist þurfa fullmikið af hunangi í hana, en það skaðar kanski ekki svona stundum.



6-8 laxastykki

Raðað á ofnplötu eða stórt eldfast mót

1/2 dl dijon sinnep
2-3 tsk hunang

Hrært saman og smurt ofan á laxinn.

2 tsk dill
salt
pipar

Strá yfir laxinn.

1 rauðlaukur
4 hvítlauksgeirar

Saxa smátt niður og dreifa yfir laxabitana.

Baka í ofni við ca. 180° í 20 mínútur.
Bera fram með brúnum hrísgrjónum, grænmeti og góðri jógúrtsósu.

No comments:

Post a Comment