Sunday, September 9, 2012

Sætt helgarnammi

Í helgarlok vill sætindaþörfin vera dáldið sterk.  Þá er gott að útbúa sér sætindi, sem þagga alveg niður í sykurpúkanum hjá manni, en er samt sætt og gott.  Þessar kúlur innihalda döðlur sem gefa mjög sætt bragð og möndlur sem hafa jákvæð áhrif á blóðsykurinn.  Það er svo hægt að leika sér með annað innihald allt eftir því hvað manni finnst gott.  Ég hef líka sett stundum pínu haframjöl út í eða fræ.  Svo er ekki slæmt að stinga eins og tveimur kúlum með í nestispakkann.



14-15 döðlur (frekar stórar)
80 g möndlur
70 g kókosmjöl
3 msk dökkt lífrænt kakó
1 tsk vanilluduft
2 msk kókosolía
1 msk agave sýróp

Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað vel saman.  Þetta verður dáldið laust í sér en það á samt að vera hægt að móta kúlur.  Ef það gengur illa, þá er bara að skvetta örlitlu vatni út í og blanda betur.  Þetta ættu að verða svona 15-18 kúlur.

Það er svo hægt að leika sér aðeins með hráefnin í þessu og setja jafnvel örlítið hnetusmjör út í, kakónibs eða jafnvel aðrar hnetur eða fræ. Ef vill er líka hægt að velta kúlunum upp úr kókosmjöli, kakói eða muldum hnetum.

No comments:

Post a Comment